Lausir dagar
Upplýsingar um svæðið: Veiðistaðurinn. Hólsá – Vesturbakki er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna. Svæðið var áður veitt með 4 stöngum, en verður veitt með 2 stöngum sumarið 2017 eins og síðustu þrjú sumur. Frábær veiðivon á mjög hagstæðu verði. Allt agn leyft. Veiði s.l. ár: 2008 570 laxar 2009 633 laxar 2010 430 laxar 2011 291 laxar 2012 137 laxar 2013 276 laxar 2014 178 laxar 2015 240 laxar 2016 272 laxar. Bestu veiðistaðir s.l. ára hafa verið bakkinn fyrir ofan efsta bílastæðið, að svæðamörkum að ofan. Hornið sem skagar út í ánna nokkur hundruð metrum þar fyrir neðan og síðan þar sem raflínan liggur yfir ánna, þar töluvert fyrir neðan. Veiðistaðir eru þó síbreytilegir milli ára og veiðivon er víða enda gengur óhemju mikið af fiski um svæðið. Staðsetning: Suðurland um 85 km frá Reykjavík. Ekið er um niður Þykkvabæjarveg um 1 km áður en komið er á Hellu og honum fylgt alveg til Þykkvabæjar. Þaðan ekið í austur að bænum Borg, og þar niður að ánni á slóða við hliðina á hlöðunni. Nokkuð gott aðgengi, fólksbílafært víða, en full þörf á 4wd bílum ef menn ætla sér að fara niður í ós. Veiðisvæði: Nær frá svæðamörkum neðan við veiðistaðinn Borg (svæðamörk eru vel merkt) og niður að ósi Hólsár Stangafjöldi: 2 stangi ávallt seldar saman. Veiðitímabil: 20. júní til 20. október Veiðitími: 20. júní – 01. ágúst 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 01. ágúst – 30. september 07:00 – 13:00 og 15:00 – 21:00 1. október – 20. október 08:00 – 20:00 Leyfilegt agn: Fluga, maðkur, spúnn Góðar flugur: Sunray, Bismó, Snælda Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir svæðinu. Mikið framboð er af allskyns gistimöguleikum á svæðinu.

Leyfi í boði